„Fallbyssa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m kúllaga?
Lína 1:
[[Mynd:Twierdza3arm ks ubt.jpeg|right|thumb|250px|Fallbyssur í [[Kristiansand]], [[Noregur|Noregi]]]]
'''Fallbyssa''' ('''fallstykki''', '''stykki''' eða '''kanóna''') er mjög stór [[byssa]] fyrir þung (kúllaga) skot. Í upphafi voru fallbyssur oftast steyptar í heilu lagi, en elstu fallbyssur eru frá [[12. öld|12]] - [[13. öld]], þó að finna megi lýsingar á fallbyssum frá 3. öld f.Kr. Það voru frumstæðar fallbyssur og voru ekki knúnar með [[Byssupúður|byssupúðri]]. Nútíma fallbyssur er stundum nefndar '''stórskotabyssur'''.
 
Fallbyssur sem dregnar voru áfram á hjólakerrum voru nefndar ''kerrubyssur'' og ''klumba'' var orð sem haft var um fallbyssu með vissu lagi. ''Skrúfbyssur'' eru tegund af litlum fallbyssum sem eru gerðar í tvennu lagi, þannig að hægt er að skrúfa þær saman, þegar þær eru teknar í notkun. Byssur þessar voru notaðar í [[Fjallahernaður|fjallahernaði]] þar sem erfitt gat verið að athafna sig með venjulegar fallbyssur.