„Alþingishátíðin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
Valþjófsstaðahurðin
Lína 1:
'''Alþingishátíðin''' var [[hátíð]] sem haldin var á [[Þingvellir|Þingvöllum]] á [[Ísland]]i árið [[1930]] til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá stofnun [[Alþingi|allsherjarþings]] [[930]]. Hátíðin var formlega sett af [[Kristján 10.|Kristjáni 10.]] [[26. júní]] og var slitið [[28. júní]]. Hátíðin fór fram í sérstökum tjöldum á Þingvöllum.
 
Alþingishátíðin var merkileg fyrir margra hluta sakir, þótt í raun væri aðeins um minningarhátíð að ræða. Þar voru t.d. fyrst notuð íslensku sýslumerkin sem voru teiknuð sérstaklega fyrir hátíðarskrúðgöngu. Daginn fyrir setninguna, eða [[25. júní]], var sett norrænt stúdentamót með móttökuathöfn í [[Gamla bíó]] og átta [[Vestur-Íslendingur|Vestur-Íslendingar]] voru gerðir að [[heiðursdoktor]]um við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], þeirra á meðal [[Vilhjálmur Stefánsson]]. Danir skiluðu [[Valþjófsstaðahurðin|Valþjófsstaðahurðinni]] í tilefni að Alþingishátíðinni.
 
==Tvær myndlistarsýningar==