„John Lennon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
==Æviágrip==
===Æska===
John Lennon var fæddur í [[Liverpool]] á [[England]]i. Móðir hans var Julia Stanley Lennon og faðir hans var Alfred Lennon (kallaður Freddie). Þegar Lennon var ungur drengur yfirgaf faðir hans fjölskylduna og í kjölfarið fól móðir hans systur sinni, Mary Smith (kölluð Mimi), að ala hann upp. Hjá Mimi frænku sinni og hennar manni var Lennon það sem eftir var barnæsku sinnar og á unglingsárum, en hitti þó móður sína reglulega.Þegar Lennon var ungur greindist hann með ADHD (athyglisbrest).
 
Árið [[1957]] varð til fyrsta mynd hljómsveitarinnar sem síðar varð þekkt sem Bítlarnir. Hún hét í fyrstu The Quarry Men og var Lennon leiðtogi hennar. Skömmu eftir stofnun sveitarinnar hitti Lennon [[Paul McCartney]] í fyrsta skipti og varð hann fljótlega meðlimur. Þeir fóru fljótlega að semja lög saman og gerðu þeir með sér samkomulag um að þeir yrðu skráðir sameiginlega sem höfundar fyrir öllum lögum sem annar hvor eða þeir báðir semdu. Þetta samkomulag hélst allt þar til Bítlarnir hættu sem hljómsveit og því eru öll lög sem Lennon samdi fyrir Bítlana (einn eða með McCartney) skráð með höfundarréttinn Lennon-McCartney.