„David Ricardo“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Zorrobot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: bs:David Ricardo
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:David ricardo.jpg|thumb|right|200px|David Ricardo]]
'''David Ricardo''' ([[18. apríl]] [[1772]] í [[London]] á [[England]]i — [[11. september]] [[1823]]) var [[Bretland|breskur]] [[stjórnmálafræðingur]] og [[hagfræðingur]] af [[Portúgal|portúgölskum]] gyðingaættum. Honum er oft eignaður heiðurinn á því að hafa kerfisbundið [[hagfræði]]na en hann var ásamt þeim [[Thomas Malthus|Thomasi Malthus]] og [[Adam Smith]] einn áhrifamesti hagfræðingur sögunnar. Ricardo var einnig viðskiptamaður, fjárfestir og auðmaður.
 
==Jarðrenta==
Ricardo kom fyrstur orðum að því sem að aðrir höfðu ef til vill veitt athygli að [[framboð]] á landi, þ.e. jörðum héldist nokkurnveginn fast. Þess vegna væri það þannig að þegar [[eftirspurn]] á landi eykst þá hækkaði verðið, og öfugt. Þar sem þessi [[verð]]breyting verður án nokkurs [[vinna|vinnuframlags]] af hálfu eiganda jarðarinnar kallaði hann þetta ''jarðrentu''. Seinna meir átti bandarískur hagfræðingur, [[Henry George]], eftir að veita þessu athygli og leggja til að jarðir yrðu [[skattur|skattlagðar]] með sérstökum auðlindaskatt.
 
==Hlutfallslegir yfirburðir==
Ein helsta hugmynd Ricardos leit að [[hlutfallslegir yfirburðir|hlutfallslegum yfirburðum]] (e. ''comparative advantage'') í [[verkaskipting]]u. Þá er átt við að sökum náttúrulegra orsakna, t.d. [[gen]]a eða misjafnri dreifingu [[náttúruauðlind]]a, hentar það mismunandi einstaklingum að sérhæfa sig á því sviði þar sem [[framleiðni]] þeirra er sem mest.
 
Þetta gæti virst sjálfgefið við fyrstu sín en á [[18. öld]] var Ricardo fyrstur til að yfirfæra þessa hugmynd yfir á [[þjóðhagfræði]]. T.d. að þar sem [[Ísland|Íslendingar]] hafa gjöful fiskimið og [[Spánn|Spánverjar]] framleiða mikið af víni væri það hagkvæmt að Íslendingar slepptu framleiðslu víns, og Spánverjar einbeittu sér frekar að því en að veiða, og viðskipti þjóðanna á milli séu til þess að báðar hefðu gnótt af hvoru.
 
{{Stubbur|æviágrip}}