„Þórður Tómasson (klausturprestur)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
Séra '''Þórður Tómasson''' ([[7. desember]] [[1871]] – [[21. ágúst]] [[1931]]) var [[Ísland|íslenskur]] prestur í [[Danmörk]]u, [[ljóðskáld]] og [[þýðandi]]. Þórður var prestur alla ævi í Danmörku og var síðast klausturprestur í [[Vemmetofte kloster|Vemmetofte]], sem er [[klaustur]] á [[Sjáland]]i í [[Danmörk]]u. KlausturembættiKlausturembættið var þá einskonar heiðursembætti, ætlað velmetnum eldri prestum, sem hneigðir voru fyrir skáldmennt og bókagerð, svo að þeir gætu gefið sig að slíku í næði. Þórður er einna þekktastur fyrir að hafa þýtt [[Passíusálmarnir|Passíusálmanna]], eftir [[Hallgrímur Pétursson|Hallgrím Pétursson]], á [[Danska|dönsku]].
 
Þórður fæddist á [[Akureyri]] — á [[Gamli spítalinn (Akureyri)|gamla spítalanum]] svonefnda þar sem foreldrar hans bjuggu. Hann var skírður Þórður Tómas. Faðir hans var Þórður héraðslæknir Tómasson (prófasts Sæmundssonar á Breiðabólstað), en móðir hans, Camilla Christiane, var [[Danmörk|dönsk]], dóttir píanósmiðs Enig í [[Kaupmannahöfn]]. Þegar Þórður var tveggja ára lést faðir hans, og fluttist móðir hans þá til Danmerkur næsta ár með börnum sínum tveimur, Þórði og dóttir þeirra hjóna, lítið eitt eldri, sem hét María.