„Kastali“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
Þegar Rómarveldi leið undir lok jókst óöryggi í sífellt fjölmennari Evrópu með tilheyrandi árekstrum og deilum á milli [[þjóðarbrot|þjóðarbrota]] og ráðamanna. Á 10. og 11. öld voru svo fyrstu kastalarnir byggðir og hélst latneska nafnið við þá. Þessir fyrstu kastalar voru að mestu [[jarðvegur]] og [[tré]], sem þýðir að jarðvegi var ýtt upp í hæðir sem byggt var ofan á. Í kring um húsin efst á [[hæð|hæðinni]] var svo myndaður [[veggur]] úr trédrumbum. Flestir staðanna nýttu sér [[umhverfi|umhverfið]] á einhvern máta, annað hvort var byggt á hæð í umhverfinu eða við [[klettabelti]] til að spara sér vegginn. Fljótlega var farið að grafa [[skurður|skurði]] í kring um virkisveggina og fylla þá af vatni.
 
[[Mynd:Castello di Monte San Giovanni Campano 9.JPG|thumb|250px|Monte San Giovanni Campano, [[Ítalía]]]]Fljótlega hófu menn að nota [[steinn|steina]] við að reisa bæði hús og virkisveggi. Einnig varð að bregðast við öflugri [[vopn|vopnum]], svo sem [[slöngvivað]] og færanlegum turnum. Urðu því virkisveggir og turnar stærri og stærri, [[síki]] breiðari og dýpri og aðkomuleiðir erfiðari.
 
Kastalar hafa ætíð haft umtalsverð áhrif á [[landsvæði|landsvæðið]] í kring um þá. Iðulega bjuggu þar [[aðall|aðalsmenn]] sem réðu yfir landshlutanum og þáðu [[skattur|skatt]] af íbúum þess. Í staðinn bar að vernda [[þegn|þegnana]] og var það oftast gert með því að koma þeim fyrir í kastalagarðinum á hættutímum. Ein öflugasta leiðin til að sigra andstæðing sem hafði komið sér fyrir innan kastalamúranna var að setja upp [[umsátur]] um kastalann. Í stað þess að ráðast til atlögu við kastalann var séð til þess að [[vistir]] og [[liðsafli]] gæti ekki borist til þeirra sem þar voru. Á endanum varð heimafólk hungri að bráð, nema það gæfist upp.