„Íó (gyðja)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sauðkindin (spjall | framlög)
m robot Bæti við: lv:Jo
m Skipti út Io_and_Zeus_by_Correggio.jpg fyrir Correggio_028c.jpg.
Lína 1:
[[Mynd:Io and Zeus by CorreggioCorreggio_028c.jpg|thumb|''Seifur og Íó'', málverk eftir [[Antonio da Correggio]].]]
'''Íó''' (grísku: Ιώ) var fögur argversk konungsdóttir. [[Seifur]] kom auga á hana og gerði til hennar með lostum. Hann huldi hana skýi svo að hin afbrýðissama [[Hera (gyðja)|Hera]] sæi þau ekki, en allt var unnið fyrir gýg. Hera kom inn í skýið til að athuga hvað um væri að vera en þá breytti Seifur sér í hvítt ský og Íó í hvíta kvígu. (Sumir segja að hann hafi síðar reynt að nálgast hana í nautsham). Hera bað Seif um að gefa sér þessa kvígu og fékk hana að gjöf. Hún lét hinn hundraðeyga [[Argos]] halda vörð um hana þannig að Seifur gæti ekki nálgast hana. Fól Seifur þá [[Hermes]]i að drepa Argos. En Hera linnti ekki ofsóknum sínum. Sendi hún Íó nú broddflugu sem aldrei lét hana í friði og hrakti hana hálfærða um ýmis lönd veraldar. Loks hlaut Íó lausn í [[Egyptaland]]i, breyttist aftur í sína eðlilegu mynd og ól son sinn, [[Epafos]].