„Edik“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Edik''' (áður fyrr nefnt '''eysill''' eða '''örvínan''') er edikssýra blönduð vatni og aðallega höfð til matargerðar, en áður fyrr einnig notuð til l...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 29. september 2008 kl. 23:33

Edik (áður fyrr nefnt eysill eða örvínan) er edikssýra blönduð vatni og aðallega höfð til matargerðar, en áður fyrr einnig notuð til lækninga. Tvær aðaltegundir eru til af ediki. Það er 1) þynnt edikssýra og 2) gerjað edik. Eftir því hver uppistaðan er í gerjuninni er talað um ávaxtaedik, vín- eða maltedik. Edik er t.d. notað í tómatsósu, majones og við framleiðslu osta.

Til eru ýmsar gerðir ediks, s.s. ávaxtaedik (edik blandað ávöxtum), balsamedik, hrísgrjónaedik, jurtaedik, eplaedik, maltedik (áður fyrr nefnt öledik) og vínedik.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.