Munur á milli breytinga „Stoðir“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 11 árum
m
FL Group fjárfesti, í desember [[2006]], í 5,98% hlutabréfa í bandaríska fyrirtækinu [[AMR Corporation]], móðurfélagi flugfélagsins [[American Airlines]]. Kaupverð var yfir 400 milljónir dala eða um 29 milljarðar íslenskra króna.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2006/12/26/fl_group_kaupir_naerri_6_prosent_hlut_i_modurfelagi|titill=FL Group kaupir nærri 6% hlut í móðurfélagi American Airlines|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2006|mánuður=26.12.|mánuðurskoðað=31. ágúst|árskoðað=2008}}</ref> Í febrúar [[2007]] jók FL Group hlut sinn í 8,63% og varð þar með stærsti hluthafinn í fyrirtækinu. Við þetta tilefni sagði Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, að stjórnendur fyrirtækisins bæru miklar væntingar til fjárfestingarinnar.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1255077|titill=FL Group komið með 8,63% í AMR og er stærsti hluthafinn|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2007|mánuður=22.02.|mánuðurskoðað=31. ágúst|árskoðað=2007}}</ref> Upp úr áramótum 2007 hækkuðu bréf AMR Corporation og töldu stjórnendur FL Group sig eiga um 10 milljarða króna óinnleystan hagnað af fjárfestingunni þegar gengið var sem hæst, en eftir það fóru bréfin lækkandi og þessi meinti hagnaður var horfinn í marsmánuði 2007.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2007/03/29/meintur_hagnadur_fl_af_amr_horfinn|titill=Meintur hagnaður FL af AMR horfinn|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2007|mánuður=29.03.|mánuðurskoðað=31. ágúst|árskoðað=2007}}</ref> Bréfin héldu áfram að falla á árinu 2007 og í lok nóvember seldi FL Group stærstan hlut eignar sinnar (hélt eftir 1,1%) sem hafði þá rýrnað um 15 milljarða króna á árinu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2007/11/30/fl_group_selur_bref_sin_i_amr|titill=FL Group selur bréf sín í AMR|útgefandi=[[Mbl.is]]|ár=2007|mánuður=30.11.|mánuðurskoðað=31. ágúst|árskoðað=2007}}</ref>
 
===Aðrar Fjárfestingarfjárfestingar===
Fyrirtækið á einnig 22,4% hluta í finnska flugfélaginu [[Finnair]]. Í mars [[2007]] var tilkynnt að FL Group hefði keypt 10% hlut í breska fjárhættuspilafyrirtækinu Inspired Gaming Group PLC á 15,3 milljónir pund, jafnvirði um 2 milljarða króna.<ref>{{vefheimild|url=http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1256916|titill=FL Group kaupir hlut í bresku spilakassafélagi|mánuðurskoðað=3. mars|árskoðað=2007}}</ref>