„Bólu-Hjálmar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Bólu-Hjálmar''' eða réttu nafni '''Hjálmar Jónsson''' ([[29. september]] [[1796]]–[[25. júlí]] [[1875]]) var fæddur á Hallandi í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]]. Hann var fyrst bóndi á Bakka í Öxnadal en síðan fluttist hann til [[Skagafjörður|Skagafjarðar]] og bjó þar á nokkrum bæjum og við einn þeirra, [[Bólu]] (Bólstaðargerði) í [[Blönduhlíð]], var hann jafnan kenndur. Hann bjó við heldur þröngan kost seinni búskaparár sín og átti oft í erjum við nágranna sína. Hjálmar var listfengur og oddhagur og hafa varðveist eftir hann fagurlega útskornir gripir. Hann var og fljúgandi hagorður og myndvís í skáldskap sínum. Í ljóðum hans gætir gjarnan biturleika vegna slæmra kjara og ekki vandar hann samferðamönnum sínum alltaf kveðjurnar.
 
Bólu-Hjálmar var örsnauður bóndi í Skagafirði en gerðist ágætlega sjálfmenntaður, einkum á forn fræði. Hann var rímnaskáld að hefðbundnum sið en kvað einnig minnisverð og hvassyrt kvæði um samtíð sína og eigin ævi. Frægust eru þar „Þjóðfundarsöngur 1851“ og „Umkvörtun“, þar sem hann kvað um heimasveit sína, Akrahrepp í SkagaferðiSkagafirði, og hóf kvæðið með þessu erindi:
 
<blockquote><em>Eftir fimmtíu ára dvöl<br>