„Bjarni Gissurarson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Gegndi prestskap í Þingmúla til 1702, síðan á [[Hallormsstaður|Hallormsstað]] 1702-1703, eftir lát [[Þorleifur Guðmundsson|Þorleifs Guðmundssonar]] tengdasonar síns. Var síðan um um hríð hjá dóttur sinni að Stóra-Sandfelli, en fór síðan aftur að Hallormsstað til [[Eiríkur Bjarnason|Eiríks]] sonar síns, sem var þá tekinn við prestskap þar, og þar andaðist Bjarni.
 
Bjarni var gáfumaður, gleðimaður og gamansamur. Hann er í tölu helstu skálda síns tíma og mjög mikilvirkur, orti trúarljóð og veraldleg kvæði af ýmsum toga, einkum ádeilur, skemmtibragi og ljóðabréf, einnig vikivakakvæði. Til er fjöldi kvæða eftir hann víðs vegar í handritum. [[Jón Samsonarson]] handritafræðingur og sérfræðingur á [[Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi|Árnastofnun]] gaf út úrval kvæða hans árið 1960 undir heitinu ''Sólarsýn'' með ritgerð um skáldið. Bjarni er talinn eitt hinna [[Austfirsku skáldin|austfirsku skálda]].
 
Kona Bjarna var [[Ingibjörg Árndadóttir|Ingibjörg]], dóttir [[Árni Þorvarðarson|Árna Þorvarðarsonar]] prests í [[Vallanes|Vallanesi]].