„Morðin á Sjöundá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dvergarnir7 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
leiðrétt ártal
Lína 5:
Glæpahjúin voru dæmd til [[pyntingar|pyntinga]] og [[líflát]]s og að því búnu flutt til [[Reykjavík]]ur og höfð í gæslu í [[tukthús]]inu á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] á meðan málið fór fyrir [[Landsyfirréttur|Landsyfirrétt]] og síðan [[konungur|konung]] eins og aðrir dauðadómar.
 
Þar með lauk þessari sögu þó ekki, því haustið [[1804]] tókst Bjarna að strjúka úr fangelsinu. Hann hafði verið í járnum fram í ágúst það ár en þá sleppt úr þeim vegna fótameina. Ætlun hans var að komast til baka vestur í [[Vestur-Barðastrandarsýsla|Barðastrandarsýslu]] og vonaðist hann til að einhver þar myndi rétta honum hjálparhönd. Bjarni var handsamaður í Borgarfirði tveimur vikum eftir að hann strauk og var færður utan til aftöku árið 18041805. Hann var handarhöggvinn og að því búnu hálshöggvinn í Kristiansand í Noregi þann 4. október 1805. Skömmu áður hafði Steinunn látist í fangahúsinu í Reykjavík og var dysjuð á [[Skólavörðuholt]]i þar sem ummerki um [[Steinkudys]] sáust allt fram á [[20. öld]]. Þá voru bein hennar tekin upp og grafin í vígðri mold.
 
[[Rithöfundur]]inn [[Gunnar Gunnarsson]] skrifaði [[skáldsaga|skáldsögu]] um þessa atburði [[1938]] sem ber nafnið '''Svartfugl'''.