Munur á milli breytinga „Mikla-Flugey“

ekkert breytingarágrip
m
'''Mikla-Flugey''' (''Muckle Flugga'') er lítil og grýtt eyja norður af eynni [[Únst]] á [[Hjaltlandseyjar|Hjaltlandseyjum]]. Hún er fyrsta eyjan sem fólk sér þegar það siglir til Hjaltlandseyja frá Færeyjum. Hún er samt ekki nyrst af eyjunum, heldur er [[Útstakkur]] nyrstur.
 
Eyjan er kölluð ''Muckle Flugga'' á ensku, en það er afbökun á norræna nafninu, en ''Flugey'' er kennd við hengiflugin sem þykja einkenna hana. Áður var hún þó kölluð ''Norður-[[Únst]]'' upp á ensku, en opinbera nafninu var breytt [[1964]].
 
Þjóðsögur herma að Mikla-Flugey og hinn nærliggjandi Útstakkur hafi orðið til þegar tveir risar, Herma og Saxa, urðu ástfangnir af sömu [[hafmey]]nni. Þeir börðust um hana með því að kasta stórgrýti hvor í annan, og einn hnullungurinn varð Mikla-Flugey. Hafmeyjan bauðst til að leysa deiluna með því að giftast þeim þeirra sem mundi fylgja henni alla leið til [[Norðurpóll|Norðurpólsins]], þeir eltu hana báðir en drukknuðu þar sem hvorugur var syndur.
2.417

breytingar