„Orkneyjajarlar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Orkneyjajarlar''' voru upphaflega norskir jarlar sem fóru með völd í Orkneyjum, Hjaltlandi og hluta af [[Katanes (Skotlandi)|Katane...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Orkneyjajarlar''' voru upphaflega [[Noregur|norskir]] [[jarl (titill)|jarlar]] sem fóru með völd í [[Orkneyjar|Orkneyjum]], [[Hjaltland]]i og hluta af [[Katanes (Skotlandi)|Katanesi]] og [[Suðurland (Skotlandi)|Suðurlandi]]. Jarlarnir voru löngum nokkuð sjálfstæðir, en stjórnuðu þó Orkneyjum og Hjaltlandi í umboði Noregskonungs. Sum þeirra svæða sem þeir réðu yfir á meginlandi [[Skotland]]s þágu þeir síðar í [[lénsmaður|lén]] af Skotakonungi. Um skeið réðu jarlarnir einnig [[Suðureyjar|Suðureyjum]]. Árið [[1195]] urðu jarlarnir formlega norskir [[lénsmaður|lénsmenn]], og var Hjaltland þá tekið undan þeirra stjórn. Upp úr því fór jarlsdæmið að veikjast.
 
Árið 12321231 dó norska jarlaættin út. [[Hákon gamli]] Noregskonungur brá þá á það ráð (1236) að skipa sem jarl mann af skoskri höfðingjaætt (svokallaðir [[Angus-jarlar]]), og fóru afkomendur hans með völd í Orkneyjum til 1321. Þá voru tengslin við Noreg farin að trosna, og fór svo að Orkneyjar komust undir yfirráð Skotakonungs.
 
Fyrsti Orkneyjajarlinn var Rögnvaldur Eysteinsson Mærajarl (í Noregi), sem dó um 890. Hann mun ekki hafa verið búsettur í Orkneyjum. Jarlarnir sem á eftir fylgdu, allt til 1232, voru afkomendur hans, eða Sigurðar bróður hans.