„Mikla-Flugey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
Þjóðsögur herma að Mikla-Flugey og hinn nærliggjandi Útstakkur hafi orðið til þegar tveir risar, Herma og Saxa, urðu ástfangnir af sömu [[hafmey]]nni. Þeir börðust um hana með því að kasta stórgrýti hvor í annan, og einn hnullungurinn varð Mikla-Flugey. Hafmeyjan bauðst til að leysa deiluna með því að giftast þeim þeirra sem mundi fylgja henni alla leið til [[Norðurpóll|Norðurpólsins]], þeir eltu hana báðir en drukknuðu þar sem hvorugur var syndur.
 
===Vitinn===
Í upphafi var ákveðið, árið 1851, að byggja vita á norðurenda Únstar, en menn urðu ekki á eitt sáttir um staðsetninguna fyrr en 1854. Það var svo Krímstríðið sem rak á eftir mönnum að byggja vita til verndar skipum [[Viktoría Bretadrottning|hennar hátignar]] og var bráðabirgðaviti byggður á Miklu-Flugey. Þótt hann stæði í hartnær 70 metra hæð yfir sjávarmáli, þá laskaðist hann svo illa í feiknalegum sjógangi strax veturinn eftir, að ákveðið var að byggja nýjan. Eftir frekari deilur um staðsetningu voru gefin fyrirmæli um að hefjast handa sumarið 1855.