„Ríkisstjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks 1995 – 2007“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Purestebbi (spjall | framlög)
m Einkavæðingarstjórn færð á Einkavæðingarstjórnin: Einkavæðingarstjórnin
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
===Stjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 1995-2004===
[[Mynd:GeorgeBushandDavidOddsson.jpg|thumb|left|300px|[[George Bush]] og [[Davíð Oddsson]] í Hvíta húsinu í júlí 2004]]
 
[[Alþýðuflokkurinn]] hafði klofnað 1994, þegar [[Jóhanna Sigurðardóttir]] gekk úr honum og stofnaði [[Þjóðvaki|Þjóðvaka]]. Ríkisstjórnin hélt þó meiri hluta sínum í kosningunum [[1995]], en aðeins með einu atkvæði. [[Davíð Oddsson|Davíð]] myndaði því ríkisstjórn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokks]], og varð [[Halldór Ásgrímsson]], formaður Framsóknarflokksins, utanríkisráðherra. Davíð sagði á blaðamannafundi sumarið 1995, að [[kreppa|kreppu]] síðustu ára væri lokið og [[góðæri]] tekið við. Við tók mikill vöxtur í atvinnulífinu næstu ár. Einnig voru tveir ríkisbankar seldir, [[Búnaðarbankinn]] og [[Landsbankinn]], og mörg önnur [[Listi yfir opinber fyrirtæki|opinber fyrirtæki]]. Sala bankanna sætti nokkurri gagnrýni, aðallega vegna þess að kaupendur Búnaðarbankans voru taldir tengjast Framsóknarflokknum, en ríkisendurskoðandi komst að þeirri niðurstöðu í sérstakri skýrslu, að ekkert hefði verið athugavert við hana. Davíð Oddsson gaf út smásagnasafnið ''[[Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar]]'' [[1997]], en þegar hann varð fimmtugur 1998, kom út mikið afmælisrit eftir fjölda manns, helgað honum. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig fylgi í [[Alþingiskosningar 1999|þingkosningunum 1999]], þótt hann hefði haft stjórnarforystu í átta ár. Davíð gaf út annað smásagnasafn [[2002]], ''[[Stolið frá höfundi stafrófsins]]''.