„Loftvog“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Hg barometer.PNG|thumb|Einföld mynd sem sýnir loftvog, neðst er skál með kvikasilfri]]
'''Loftvog''' ('''loftmælir''' <ref>[http://www.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=298899&s=365473&l=loftm%E6lir Orðabók Háskólans]</ref>, '''loftþungamælir''' <ref>[http://www.timarit.is/?issueID=302652&pageSelected=39&lang=0 Fjölnir 1835]</ref> eða '''barómeter''') er tæki sem er notað við [[veðurathugun|veðurathuganir]] til að mæla loft[[þrýstingur|þrýsting]]; loftvogin ''visar á veður'' eða er ''notuð til veðursagna''. Elsta gerð loftvogar er ''kvikasilfursloftvog'', sem er í meginatriðum [[gler]]pípa, opin í annan endann, fyllt með [[kvikasilfur|kvikasilfri]], sem komið er fyrir á hvolfi í skál með kvikasilfri. ''Síritandi loftvogir'' veðurstofa rita loftþrýstinginn í sífellu á sívalning, sem venjulega snýst fyrir sigurverki eina umferð á viku.
Breytingar í loftþrýstingi sjást sem hæðarbreytingar á kvikasilfurssúlunni og eru mældar í [[millimetri|millimetrum]] kvikasilfurs, táknaðar með ''mmHg'', en sú eining hefur hlotið nafni ''torr''.
Loftþrýstingur, sem heldur kvikasilfurssúlu í 760 mm hæð frá yfirborðinu í skálinni, samsvarar einni [[loftþyngd]].
 
Á kvikasilfursloftvog sjást breytingar í loftþrýstingi sem hæðarbreytingar á kvikasilfurssúlunni og eru mældar í [[millimetri|millimetrum]] kvikasilfurs, táknaðar með ''mmHg'', en sú eining hefur hlotið nafni ''torr''. Loftþrýstingur, sem heldur kvikasilfurssúlu í 760 mm hæð frá yfirborðinu í skálinni, samsvarar einni [[loftþyngd]]. Mælingar með loftvog eru mjög háðar hæð athugunarstaðar yfir [[sjávarmál]]i og [[hiti|hita]]. Til að samræma [[veðurathugun|veðurathuganir]] er því loftþrýstingur reiknaður eins og loftvogin stæði við sjávarmál og gefinn þannig í veðurskeytum. Algengasta mælieining loftþrýstings er hektó[[paskal]].
 
Í ''dósarloftvog'' er notast við þenslubreytingar málmdósar til að mæla loftþrýsing, en í ''rafeindaloftvog'' er notaður [[þenslunemi]] til að mæla loftþrýsting. Loftvog með húslagi, og sem venjulega er með myndum eða mannslíkönum sem koma út í dyrnar til skiptis eftir mismunandi loftþyngd, nefnist ''veðurhús''.
 
== Tengt efni ==
* [[Hitamælir]]
* [[Rakamælir]]
 
== Tilvísanir ==