„Orkneyinga saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Orkneyinga saga''' (einnig kölluð '''Jarlasögur''') er íslensk saga, sem fjallar um sögu [[Orkneyjar|Orkneyja]] (og norðurhluta [[Skotland]]s), frá því [[Noregskonungar]] lögðu eyjarnar undir sig á 9. öld, allt fram undir 1200. Sagan segir einkum sögu [[jarl (titill)|jarl]]anna ([[Orkneyjajarlar|Orkneyjajarla]]), sem stýrðu eyjunum í umboði Noregskonungs.
 
Sagan hefst í grárri forneskju, en segir svo frá landvinningum Norðmanna og stofnun jarlsdæmisins. Í fyrsta hlutanum ber talsvert á þjóðsagnakenndu efni, en höfundurinn hefur haft traustari heimildir þegar nær dregur í tíma. Saga jarlanna er síðan rakin fram undir 1200. Fyrsti jarlinn sem eitthvað kvað að, var Torf-Einar Rögnvaldsson, og síðan fylgdu dugmiklir afkomendur hans, eins og Þorfinnur hausakljúfur, Þorfinnur Sigurðarson o.fl. Síðasti jarlinn sem sagt er frá er Haraldur Maddaðarson, d. 1206.