„Samtök hernámsandstæðinga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Samtök hernámsandstæðinga''' voru [[samtök]] sem stofnuð voru á [[Þingvellir|Þingvallafundinum]] svokallaða [[10. september]] [[1960]] þar sem saman komu ýmis félög hernámsandstæðinga alls staðar af landinu á fundi í [[Hótel Valhöll]].<ref>„Flestöll byggðarlög landsins eiga fulltrúa á Þingvallafundinum í dag“, ''Þjóðviljinn'', 9. september 1960 ([http://www.timarit.is/navigation.jsp?volumeSelected=24&monthSelected=8&issueSelected=7&t_id=400007&lang=0 timarit.is])</ref> Aðdragandinn að stofnun samtakanna var fyrsta [[Keflavíkurganga]]n sem farin var [[19. júní]] sama ár, en til hennar var efnt af nokkrum einstaklingum í [[Reykjavík]]. Ýmsar blikur þóttu líka vera á lofti haustið 1960; [[Ísland]] átti í [[annað þorskastríðið|öðru þorskastríðinu]] við [[Bretland|Breta]] og til stóð að [[Bandaríski flotinn]] myndi taka við rekstri [[Keflavíkurstöðin|Keflavíkurstöðvarinnar]]. Menn óttuðust mjög að [[herskip]] og [[kjarnorkuknúinn kafbátur|kjarnorkuknúnir kafbátar]] búnir [[kjarnaoddur|kjarnaoddum]] myndu gera Ísland að skotmarki ef til [[kjarnorkustyrjöld|kjarnorkustyrjaldar]] kæmi. [[Kalda stríðið]] hafði harðnað þá um vorið eftir [[njósnaflugvélarmálið]] í maí en samskipti stórveldanna [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] versnuðu til muna í kjölfarið.
 
Samtökin stóðu að fleiri Keflavíkurgöngum næstu árin og voru virk í skipulagningu mótmæla gegn herstöðinni en lognuðust út af eftir 1970. Samtök herstöðvaandstæðinga (nú [[Samtök hernaðarandstæðinga]]) sem voru stofnuð [[1975]] voru að vissu leyti arftaki samtakanna.
 
==Tilvísanir==
<div class="references-small">
<references /></div>
 
{{stubbur}}