861
breyting
Ásgeir IV. (spjall | framlög) |
Ásgeir IV. (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
[[Mynd:Ionen-Charakter.png|thumb|300px|Mat á jónatengishlutfalli sem fall af rafeindasæknimismun]]
Í [[efnafræði]] er '''jónatengi''' [[efnatengi]] sem hlýzt af rafstöðu-aðlöðun milli jákvætt og neikvætt hlaðinna [[jón]]a. [[Walter Kossel]] lýsti jónatenginu fyrstur manna árið 1916. Við [[rafeindasækni]]-mismun upp á [[Delta-EN|ΔEN]] = 1,7 er rætt um að tengið sé að 50% jónískt.<ref>Das Basiswissen der Chemie, Charles E. Mortimer, 6. Auflage, ISBN 3-13-484306-4</ref> Sé mismunurinn meiri en 1,7 telst tengið að mestu leyti jónískt, en sé hann minni, kallast það að mestu leyti [[deilitengi|deilið]]. Þessi mörk eru þó geðþóttakennd, hugmyndin um hreint jónatengi er í reynd hugarsmíð. Almennt er sagt að jónatengi skapist milli frumefna til vinstri í [[lotukerfið|lotukerfinu]], þ.e. [[málmur|málma]], og frumefna til hægri, þ.e. málmleysingja
== Rafeindaskipan ==
Atómin sækjast eftir því að láta yzta setna [[svigrúm]] sitt öðlast [[rafeindaskipan eðallofttegund]]ar með því að láta frá sér eða hremma til sín rafeindir. Það næst annaðhvort með því að frumefnið sem hefur lægri rafeindasækni (til vinstri í lotukerfinu) lætur frá sér eina eða fleiri rafeindir, en við það verða til einfalt eða margfalt hlaðnar [[plúsjón]]ir, eða frumefnið sem hefur hærri rafeindasækni (til hægri í lotukerfinu) tekur til sín eina eða fleiri rafeindir, en við það verða til einfalt eða margfalt hlaðnar [[mínusjón]]ir.
== Myndun jónagrindarinnar ==
Plús- og mínusjónirnar laðast hvor að annarri með [[rafstaða|rafstöðu]]krafti. Orkan sem losnar við sameiningu jónategundanna tveggja er kölluð [[grindarorka]] og er hinn eiginlegi drifkraftur [[saltmyndun]]ar. Grindarorkan er þar með gerð úr fjórum þáttum:
|
breyting