„Robert Nozick“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: pt:Robert Nozick
Cessator (spjall | framlög)
Lína 23:
 
== Heimspeki ==
=== Stjórnspeki ===
ÍMeginrit Nozicks um stjórnspeki var ''[[Stjórnleysi, ríki og staðleysustaðleysa]]'' (e. ''Anarchy, State and Utopia'') sem var að miklu leyti viðbragð við ''[[Kenning um réttlæti|Kenningu um réttlæti]]'' eftir [[John Rawls]], samkennara Nozick á Harvard. Í ritinu færir Nozick rök fyrir því að dreifing gæða sé [[Réttlæti|réttlát]] að því gefnu að hún sé afleiðing frjálsra viðskipta fullorðins fólks og réttlátrar upphafsstöðu, enda þótt mikill ójöfnuður verði til í kjölfarið. Nozick höfðaði til [[Immanuel Kant|kantísku]] [[hugmynd]]arinnarhugmyndarinnar um að koma beri fram við fólk sem skynsemisverur og markmið í sjálfum sér en ekki aðeins sem tæki. Til dæmis myndi þvinguð jöfnun tekna fela í sér það viðhorf til fólks að það væri öðru fremur uppsprettur fjármuna. Nozick brást hér við rökum Johns Rawls í ''Kenningu um réttlæti'' sem leiða til þeirrar niðurstöðu að réttlátur ójöfnuður í dreifingu gæða verði að gagnast þeim sem sístminnst mega sín. Seinna, í einni af síðustu bókum sínum, ''Hinu rannsakaða lífi'' (''The Examined Life''), dró Nozick aðeins í land og mildaði nokkuð frjálshyggjuna sem hann hafði fyrst sett fram í ''Stjórnleysi, ríki og staðleysistaðleysu'' og sagði um fyrri skoðanir sínar að þær væru „alvarlega ónákvæmar“. Í viðtali árið 2001 útskýrði Nozick orð sín og sagðist hafa átt við að hann væri ekki lengur gallharður frjálshyggjumaður líkt og hann hefði áður verið; en að sögusagnir um hughvörf hans væru þó afar ýktar og að hann væri enn frjálshyggjumaður þótt um sumt sem hann skrifaði í ''Stjórnleysi, ríki og staðleysu'' hefði hann dregið í land.
 
=== Útskýringar, gátur og hið rannsakaða líf ===
Í ''Heimspekilegum útskýringum'' (''Philosophical Explanations'') ([[1981]]) setti Nozick fram nýstárlega greinargerð fyrir [[þekking]]u, [[Frjáls vilji|frjálsum vilja]] og [[eðli]] [[Gæði|gæða]]. ''Hið rannsakaða líf'' (''The Examined Life'') ([[1989]]), sem var ætlað almenningi, fjallaði einkum um [[ást]], [[dauði|dauða]], [[trú]], [[raunveruleiki|raunveruleika]] og [[tilgangur lífsins|tilgang lífsins]]. Í ''Eðli skynseminnar'' (''The Nature of Rationality'') ([[1993]]) er sett fram kenning um [[verkleg skynsemi|verklega skynsemi]] þar sem Nozick reyndi að nýta sér sígildar [[kenning]]ar [[Ákvörðunarfræði|ákvörðunarfræða]]. ''Sókratískar gátur'' (''Socratic Puzzles'') ([[1997]]) er safn greina sem fjalla um efni frá [[Ayn Rand]] og [[Austurrísk hagfræði|austurríska hagfræði]] til [[Réttindi|réttinda]] [[dýr]]a. Í síðasta riti sínu, ''Óbreytanleiki'' (''Invariances'') ([[2001]]), beitti Nozick innsæi úr [[eðlisfræði]] og [[líffræði]] á [[spurning]]arspurningar um [[hlutlægni]] í tengslum við eðli [[nauðsyn]]jar, [[siðferðislegt gildi]] og annað af því tagi.
 
=== Nozick og [[Gettier vandinn]] ===