„Tannhvalir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Ný síða: {{Taxobox | color = pink | name = Tannhvalir | fossil_range = Snemma á eósen - okkar daga | image = Bottlenose Dolphin KSC04pd0178.jpg | image_width = 250px | image_caption = ''[[S...
 
Masae (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 27:
Vísindamenn eru ekki sammála um hvernig flokka beri tannhvali í ættir en algengt er að skipta núlifandi tannhvölum í sjö ættir.
 
*[[Vatnahöfrungar]] (Platanistidae)
 
Fimm tegundir teljast til vatnahöfrunga og lifa þær í fljótum í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] og [[Asía|Asíu]].
 
*[[Hvíthveli]] (Monodontidae)
 
Ætt hvíthvela telur einungis tvær tegundir, [[mjaldur]] (Delphinapterus leucas) og [[náhvalur]] (Monodon monoceros).
 
*[[Hnísa|Hnísur]] (Phocoenidae)
 
Sex tegundir teljast til hnísuættarinnar og eru þær minnstar núlifandi hvala, stærstu tegundirnar verða aðeins um 2,5 metrar á lengd. Minnsta tegundin, Vaquinta (Phocoena sinus) sem lifir við strendur [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]], er aðeins 1,2 -1,5 m á lengd og 30-55 kg að þyngd.
 
*[[Höfrungar]] (Delphinidae)
 
Tegundaríkusta ætt tannhvala eru höfrungar en það eru taldar rúmlega 30 tegundir. Að undanskildum [[Háhyrningur|háhyrningum]] (Orchinus orca) eru höfrungar tiltölulega litlir samanborið við aðra hvali.
 
*[[Svínshvelaætt]] eða nefjungar (Ziphidae)
 
Svínshvelaætt er talin tegundaríkasta ætt hvala á eftir höfrungum og eru í henni 21 tegundur í 6 ættkvíslum. Svínshvalir eru meðalstórir hvlir, á bilinu 3,5 – 13 metrar á lengd og vega á bilinu 1-15 tonn.
 
*[[Búrhvalur|Búrhveli]] (Physeteridae)
 
Búrhveli er stærstur tannhvala en fullorðnir tarfar geta orðið um 20 metra langir. Höfuðið er einn þriðji af heildarlengdinni kjafturinn sérstakur, neðri kjálkinn er með fjölda hvassra tanna en efri kjálkinn er því sem næst tannlaus.
 
*[[Dvergbúraætt]] (Kogiidae)
 
Dvergbúrraætt skiptist í tvær ættir, litli búrhvalurinn (Kogia breviceps) og dvergbúrhvalurinn (Kogia sima). Báðar tegundirnar lifa í heitum eða heittempruðum sjó umhverfis jörðina.