„Björn Halldórsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 11:
Þann tíma sem Björn bjó í Sauðlauksdal vann hann mikið frumkvöðlastarf jarðyrkju. Björn reyndi ávallt að leysa þau vandamál sem upp komu og auka þar með [[frjósemi]] túna. Eitt þessara vandamála og jafnframt helsta vandamál bænda í Sauðlauksdal var sandurinn. Þessi fíni skeljasandur sem fauk í sífellu úr fjörunni og upp á túnin og dró þannig mjög úr frjósemi þeirra. Björn reyndi að sá [[melgresi]] í sandinn til þess að binda hann en það erfiði skilaði litlu. Öllu áhrifmeiri var garður sem hann lét gera umhverfis túnið. Þessi garður var heljar mannvirki enda 940 metra langur. Við lagningu hans fékk Björn leyfi landsstjórnar til að skylda sóknarmenn að vinna við garðinn og nýtti hann sér það leyfi. Ekki voru sóknarmennirnir sáttir við það og nefndu garðinn því [[Ranglátur|Ranglát]] en það nafn hefur loðað við hann síðan.
 
Auk ofannefndra stórframkvæma lét Björn einnig gera ýmsa smáhluti. Hann lét ræsta fram smálindir með skurðum sem skilaði sér í þurrara og betra túni. Þetta umframvatn leiddi hann í læk um bæjarhúsinnbæjarhúsin og stíflaði lækinn þannig að smátjarnir mynduðust. Þessar tjarnir mátti svo nýta til þvotta auk þess sem lifandi silungar voru stundum geymdir í þeim svo bjóða mætti gestum ferskan fisk.
 
==Frumkvöðlastarf í garðrækt==