„Norðurheimskautsbaugur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Heimskautsbaugurinn við Ísland
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 13:
== Uppruni hugtaksins ==
Hið landfræðilega hugtak heimskautsbaugur er komið frá [[Forngrikkir|Forngrikkjum]]. Þeir skilgreindu einnig [[hvarfbaugur|hvarfbaugana]] og [[miðbaugur|miðbaug]]. Baugar þessir teljast mikilvægustu breiddarbaugar heimskortsins og þeir afmarka [[loftslagsbelti]] jarðar, [[hitabelti]]ð, tempruðu beltin og [[heimskautabelti]]n.
 
 
== Baugurinn við Ísland ==
Heimskautsbaugurinn liggur þvert yfir [[Grímsey]]. Á hlaðinu norðan við [[Básar í Grímsey|Bása]], sem er nyrsti bærinn í eynni, er varði sem merkir legu baugsins og þar láta ferðalangar ljósmynda sig og fá síðan áritað skjal til staðfestingar því að þeir hafi stigið fæti norður fyrir heimskautsbaug. þetta er þó ekki nákvæm staðsetning því hann liggur nokkru norðar.
 
Í dag er hann nálægt Almannagjá nyrst á eynni og reikar til lengri tíma litið hægt til norðurs. Fyrr á öldum lá hann sunnan eyjarinnar en gekk inn á hana snemma á 18. öld. Hjá Básum var hann á árunum 1880-1920. Um miðja þessa öld mun hann fara norður af eynni. Eftir það verður Grímsey sunnan heimskautsbaugs í nærfellt 20.000 ár en þá mun baugurinn á ný reika yfir eyna en í það skipti á suðurleið.
 
Áhugamenn um landafræði og ferðaþjónustufólk hafna oft hinni flóknu stjarnfræðilegu skilgreiningu á legu heimskautsbaugsins. Menn vilja fá fasta landfræðilega skilgreiningu þar sem hægt er að setja niður merki og viðkomustað ferðamanna. Víðast hafa menn einfaldlega kosið að marka heimskautsbaugurinn við 66°33‘ norður. Alaskabúar hafa t.d. gert fallegan áningarstað við Dalton þjóðveginn þar sem hann fer yfir 66°33‘N og á sömu breidd hafa Norðmenn reist táknrænt hlið á veginum yfir Saltfjallið í Norðlandsfylki. Þeir sem fara í gegn um það eru komnir inn á heimslautasvæðið. Þar er einnig fallegur varði úr graníti og ofan á honum hnattlíkan. Það virðist sanngjörn málamiðlun að marka baugnum fastan sess á þessari breidd, skammt sunnan við hinn stjarnfræðilega rétta stað, hvað sem síðar kann að þykja þegar baugurinn hefur flutt sig norðar.
 
 
== Heimildir ==