„1651-1660“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m viðb.
Lína 12:
 
===Karls Gústafsstríðið===
Ófarir Karls 10. í Póllandi gáfu [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] ástæðu til að ætla að hann gæti endurheimt þau lönd sem Svíar höfðu haft af Dönum 1645. Hann réðist því inn í [[Skánn|Skán]]. Karl 10. Gústaf tók þessu hins vegar sem kærkomnu tækifæri til að losa sig úr vonlausri stöðu í Póllandi. Hann réðist inn í Danmörku með her sinn og lagði [[Jótland]] fljótlega undir sig veturinn 1657. Óvenjumikið frost olli því að [[Litla BeltiLitlabelti]] og [[Stóra BeltiStórabelti]] frusu og sænski herinn gat því vandkvæðalaust komist með allan sinn farangur yfir á [[Sjáland]] í janúar 1658. Friðrik neyddist til að gefast upp og undirrita [[Hróarskeldufriðurinn|Hróarskeldufriðinn]]. Karl virti þó ekki samkomulagið og réðist aftur inn í Danmörku síðar sama ár. Dönum tókst þá, með hjálp [[Holland|Hollendinga]], að hrinda áhlaupi Svía á [[Kaupmannahöfn]] og taka hersveitir þeirra höndum á Sjálandi. [[Þrændalög]], sem Svíar höfðu fengið við samningana í Hróarskeldu, gerðu uppreisn og hröktu Svíana burt. Árið eftir neyddist Karl til að draga her sinn til baka. Niðurstaðan var því sú að Svíar héldu Skáni, en fengu engin ný lönd.
 
===Galdrafárið á Íslandi===