„Normandí-brúin“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
No edit summary
No edit summary
 
== Bygging brúarinnar ==
Brúin var hönnuð af verkfræðingumhópi verkfræðinga undir stjórn dr. [[Michel Virlogeux]], í samráði við arkitektana [[François Doyelle]] og [[Charles Lavigne]]. Bygging brúarinnar hófst [[1988]] og stóð yfir í 7 ár. Brúin var formlega vígð [[20. janúar]] [[1995]], en umferð hafði verið hleypt á hana í árslok [[1994]].
 
Þegar brúin var tekin í notkun, var hún bæði lengsta stagbrú í heimi (miðað við heildarlengd), og einnig með lengsta meginhafið (856 m), sem var meira en 250 m lengra milli burðarsúlna en fyrra metið. Þetta met féll 1999, þegar [[Tatara-brúin]] í [[Japan]] var tekin í notkun. Metið fyrir heildarlengd féll árið 2004, þegar [[Rio-Antirio-brúin]] í [[Grikkland]]i var opnuð fyrir umferð, en hún er 2.883 m.
 
Ákveðið var að byggja stagbrú, af því að hún var bæði ódýrari, og stöðugri gagnvart vindálagi en [[hengibrú]]. Einnig þóttu jarðfræðilegar aðstæður henta betur fyrir stagbrú (mjúk leirlög), því að þar nægir að gera undirstöður fyrir tvo stöpla, en í hengibrúm þarf einnig tvö risavaxin akkeri til þess að halda í burðarkaplana. Loks hafði þjóðarstolt Frakka nokkur áhrif, þ.e. vilji til að byggja lengstu stagbrú í heimi.
Óskráður notandi