„Bergsbók“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Bergsbók''' – (eða '''Holm Perg. 1 fol.''', í Konunglega bókasafninu í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]]) – er íslenskt [[handrit]] frá því um eða eftir 1400. Í Bergsbók eru [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta]] og [[Ólafs saga helga hin sérstaka]] eftir [[Snorri Sturluson|Snorra Sturluson]], nokkur kvæði og styttri textar, sem flestir eru tengdir þessum tveimur konungum, svo sem [[Rauðúlfs þáttur]] og kaflar úr [[Hallfreðar saga|Hallfreðar sögu]] og [[Færeyinga saga|Færeyinga sögu]].
 
Bergsbók er eina handritið með [[Ólafsdrápa Tryggvasonar|Ólafsdrápu Tryggvasonar]], eina handritið þar sem [[Rekstefja]] er í fullri lengd, og annað tveggja handrita þar sem kvæði Einars Skúlasonar, [[Geisli (kvæði)|Geisli]] er heilt.