„Ebenezer Henderson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ebenezer Henderson''' fæddist [[17. nóvember]] [[1784]] í litlum bæ í [[Dunfermline]]-[[hérað]]i í [[Skotland]]i og lést [[17. maí]] [[1858]] skammt þar frá. 19 ára gamall hóf hann [[guðfræði]]nám hjá [[Robert Haldane]] og tveimur árum síðar, orðin [[Kalvínismi|kalvínista]][[prestur]], árið [[1805]] var hann valinn ásamt sr. [[John Paterson]] í [[trúboð]]sferð til [[Indlands]]. Vandræði komu hinsvegar upp og ferðin var aldrei farin. Fyrst gátu þeir ekki farið frá [[England]]i þar sem [[Breska Austur-Indíu félagið|Austur-Indía félagið breska]] leyfði ekki trúboðum að sigla frá Englandi til Indlands. Þá var ákveðið var að fara með [[Danmörk|dönsku]] skipi til einnar [[Nýlenda|nýlendna]] Dana á Indlandi. Ekki gekk það þó eftir og svo fór að þeir höfðu beðið heilt ár eftir skipinu þegar Henderson ákvað að setjast að í Danmörku og gerðist prestur í [[Helsingjaeyri]], sem var staða sem hann hélt fram til ársins [[1817]]. Á meðan hann gengdi þeirri stöðu ferðaðist hann einnig mikið við að dreifa [[Biblían|Biblíum]] fyrir [[Breska og erlenda biblíufélagið]]. Meðal svæðanna sem hann fór til í þeim erindagjörðum voru [[Lappland]], Norður-[[Þýskaland]] og [[Ísland]]. Bók sem hann skrifaði um dvöl sína á Íslandi [[1814]]-[[1815]] er talin með merkari ferðabókum þar sem öllu er lýst mjög nákvæmlega, einkum [[jarðfræði]]tengdum fyrirbærum og hún er skrifuð í [[Reykjavík]] að stóru leyti. Eftir að hann hætti störfum í Danmörku og á vegum Breska og erlenda Biblíufélagsins sneri hann aftur til Skotlands, en hélt þó áfram að ferðast mikið og fór meðal annars til [[Tyrkland]]s og [[Rússland]]s, oftast í tengslum við útbreiðslu Biblíunnar. Henderson var þar að auki mikill málamaður og talaði eins óskyld tungumál sem [[Koptíska|koptísku]] og [[Danska|dönsku]]. Hann var líka mikill fylgismaður vísindanna, þrátt fyrir að hafa verið kirkjunnar þjónn, og var til dæmis mikill áhugamaður um [[jarðvísindi]].
 
 
== Tengt efni ==