„Amtmaður“: Munur á milli breytinga

1.197 bætum bætt við ,  fyrir 13 árum
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
'''Amtmaður''' var æðsti [[embættismaður]] í [[amt|amti]], [[stjórnsýslueining|stjórnsýslueiningu]] sem var við lýði á [[Ísland|Íslandi]] frá árinu [[1684]] til ársins [[1904]]. Amtmaður heyrði undir [[stiftamtmaður|stiftamtmann]] á tímabilinu [[1684]]-[[1872]] og undir [[landshöfðingi|landshöfðingja]] á tímabilinu [[1872]]-[[1904]]. Embætti amtmanns var lagt af þegar Íslendingar fengu [[Heimastjórnartímabilið|heimastjórn]] árið [[1904]].
 
Amtmaður átti að vera búfastur á Íslandi og hafa umsjón með [[Löggæsla|löggæslu]], [[dómsmál]]um og [[kirkjumál]]um í fjarvist stiftamtmanns og eftirlit með veraldlegum embætismönnum. Sá sem fyrstur var skipaður í þetta embætti var [[Christian Müller]], danskur maður, og varð hann áður langt leið illa þokkaður af landsmönnum fyrir þjösnaskap og embættisglöp.
 
Yfirstjórn allra landsmála eftir upptöku amtmannsembættis var í [[Kaupmannahöfn]] og lágu fjármálin og atvinnumálin oftast undir [[Rentukammerið]] sem kallað var, en dómsmál og landsstjórnarmál undir [[Kansellíið]] og gengu svo þaðan til konungs. Var þetta mikil breyting, því að áður hafði [[höfuðsmaður]]inn einn haft allan veg og vanda af [[landsstjórnin]]ni og staðið beinlínis undir konungi. [[Alþingi]] Íslendinga fór upp frá þessu síhnignandi, og lögum og réttarfari var breytt á ýmsa lund eftir útlenskri fyrirmynd, en konungur tók sjálfur að skipa [[biskup]]a og [[Lögmaður|lögmenn]] í embætti, sem áður höfðu vanalega verið kosnir af landsmönnum, og voru þetta allt saman afleiðingar af [[einveldi]]nu.
 
== Tengt efni ==
* [[Amtmenn á Íslandi]]
* [[Höfuðsmaður]]
 
{{stubbur|stjórnmál|ísland}}
Óskráður notandi