„Frakkland“: Munur á milli breytinga

11 bætum bætt við ,  fyrir 13 árum
ekkert breytingarágrip
m (robot Breyti: nah:Francia)
Ekkert breytingarágrip
[[Meginland]] Frakklands (fr. ''France métropolitaine'') liggur í Vestur-Evrópu, en ríkinu tilheyra einnig landsvæði í Norður-Ameríku, á Antillaeyjum, í Suður-Ameríku, í Indlandshafi, í Kyrrahafi bæði norðan og sunnan miðbaugs og á Suðurskautslandinu. Landamæri Frakklands í Evrópu eru 2970 km að lengd og snúa að eftirtöldum átta ríkjum: [[Spánn|Spáni]] (650 km), [[Belgía|Belgíu]] (620 km), [[Sviss]] (572 km), [[Ítalía|Ítalíu]] (515 km), [[Þýskaland]]i (450 km), [[Lúxemborg]] (73 km), [[Andorra]] (57 km) og [[Mónakó]] (4,5 km). Í Suður-Ameríku á [[Franska Gíana]] landamæri að [[Brasilía|Brasilíu]] (580 km) og [[Súrínam]] (520 km). [[Saint-Martin-ey]] í [[Antillaeyjar|Antillaeyjaklasanum]] skiptist milli Frakklands og Hollands. Loks gera Frakkar tilkall til svonefndrar [[Terre Adélie]] á Suðurskautslandinu en það svæði er landlukt og umkringt af landsvæði sem Ástralar gera tilkall til. Stjórnsýsla á þessum yfirráðasvæðum Frakklands er með ýmsum hætti og ganga þau eftir því undir fjölbreytilegum nöfnum, allt frá „handanhafssýslu“ til „handanhafssvæðis“.
 
Meginland Frakklands einkennist af mjög fjölbreyttu landslagi, allt frá flatlendinu með norður- og vesturströndinni að fjallakeðjunum í suðaustri ([[Alparnir|Ölpunum]]) og suðvestri ([[Pýreneafjöll]]um). Í frönsku ölpunum er hæsti fjallstindur í vestanverðri Evrópu, [[Mont Blanc]], sem er talinn 4810 m. Í landinu er víða fjalllendi sem er eldra að uppruna, til að mynda [[Franska miðfjalllendið|miðfjalllendið]] (''Massif central''), [[Júrafjöll]], [[Vogesafjöll]] og loks [[Ardennafjöll]] sem eru bæði klettótt og vaxin þéttum skógi. Frakkar njóta þess einnig að eiga mikið kerfi vatnsfalla en helstu fljótin eru [[Leira (fljót)|Leira]], [[Rón]] (kemur upp í Sviss), [[Garonne]] (kemur upp á [[Spáni]]), [[Signa (á)|Signa]] og nokkur hluti árinnar [[Rín (fljót)|Rín]], en einnig [[Somme]] og [[Vilaine]]. [[Meuse]] er eina stórfljótið í Frakklandi sem hefur ekki verið aðlagað skipaumferð.
 
Vegna mikils fjölda franskra yfirráðasvæða um allan heim sem snúa að [[haf]]i ræður Frakkland yfir annarri stærstu [[efnahagslögsaga|efnahagslögsögu]] heims á eftir Bandaríkjunum, samtals mælist hún 11.035.000 km².
Óskráður notandi