„Rif (Snæfellsnesi)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Rif''' er þorp á utanverðu [[Snæfellsnes]]i, á milli Hellissands og [[Ólafsvík]]ur. Þar búa 137 manns. Þorpið er hluti af sveitarfélaginu [[Snæfellsbær|Snæfellsbæ]].
 
Í Rifi var til forna verslunarstaður, fyrstu sagnir um verslun og skipakomur þangað eru í [[Eyrbyggja|Eyrbyggju]]. Þar var mikið [[útræði]] og margar [[verbúð]]ir. Englendingar ráku umfangsmikla verslun þar á 15. öld. Árið [[1467]] urðu átök um viðskipti í Rifshöfn milli enskra kaupmanna og danska konungsvaldsins og var [[Björn Þorleifsson hirðstjóri]] umboðsmaður konungs veginn þar af Englendingum.
 
 
Rif var nálægt góðum fiskimiðum og þar var ein öruggasta lendingin í verstöðvum á vestanverðu Snæfellsnesi.
 
Rif var upphafsstaður saltfiskverkunar[[saltfiskverkun]]ar á Íslandi. Englendingar fluttu þangað salt og byggðu salthús á 15. öld. Fiskur var þá lagsaltaður í stór kör. Slík kör munu hafi verið til á Rifi þegar kaupstaðurinn lagðist þar af um 1700. Árið [[1703]] voru 1022 íbúar í Rifsumdæmi eða 177 fjölskyldur. 974 íbúanna lifðu á sjávarafla og Rif var þá og hafði verið um tveggja alda skeið stærsta sjávarþorp á Íslandi.
 
Árið [[1703]] voru 1022 íbúar í Rifsumdæmi eða 177 fjölskyldur. 974 íbúanna lifðu á sjávarafla og Rif var þá og hafði verið um tveggja alda skeið stærsta sjávarþorp á Íslandi.
 
Höfnin á Rifi tók að spillast á tímum [[Einokunarverslunin|Einokunarverslunarinnar]]. Áin [[Hólmkela]] rann til sjávar um Rifsós. Áin hefur breytt um farveg og sandur berst nú í fyrri farveg og lokar Rifshöfn fyrir stærri skipum. Íbúar á Rifi gerðu kröfur um hafnarbætur og gekk um það dómur árið [[1686]]. Málinu var vísað til [[landfógeti|landfógeta]] en hann aðhafðist ekkert og Hólmkela eyðilagði því bestu fiskihöfn Íslands. Fólk flutti f[[rá Rifi og kaupmennska lagðist þar af og [[Ólafsvík]] varð löggild verslunarhöfn með konungsbréfi 26. mars]] [[1687]]. Reynt var að breyta farvegi Hólmkelu og Laxár árið 1884-1887 þannig að þær rynnu í sinn upprunalega farveg. Þettu voru einar fyrstu hafnarbætur á Íslandi en þær gengu brösuglega því að nóttina eftir að verkið var klárað þá rauf Hólmkela varnargarðanna og byrjaði að renna í sinn gamla farveg. Grunur leikur á að um skemmdarverk hafi verið að ræða.