„Gísli Marteinn Baldursson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi og dagskrárgerðarmaður í Sjónvarpinu. Gísli Marteinn er fæddur 26. febrúar 1972. Foreldrar hans eru Baldur Gíslason skólameistari við Iðnskólann í Reykjavík og Elísabet J. Sveinbjörnsdóttir leikskólastjóri. Gísli Marteinn starfaði í Sjónvarpinu frá 1997, fyrst sem fréttamaður en síðar sem dagskrárgerðarmaður. Hann var upphafsmaður þáttarins Kastljóss sem hóf göngu sína 3. janúar 2000. Árið 2002 hóf hann stýra þættinum Laugardagskvöld með Gísla Marteini, sem var um árabil vinsælasti spjallþátturinn í Íslensku sjónvarpi. Gísli Marteinn var valinn Sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaunahátíðinni 2003. Gísli Marteinn var forseti nemendafélags Verzlunarskóla Íslands 1991-1992, formaður Vöku í Háskóla Íslands 1994-1995, sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands 1994-1996 og í stjórn Stúdentaráðs 1995-1996. Árið 2002 var Gísli Marteinn kjörinn varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Gísli Marteinn er kvæntur Völu Ágústu Káradóttur íslenskufræðingi og eiga þau tvær dætur.