„Diocletianus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sauðkindin (spjall | framlög)
m robot Bæti við: uk:Діоклетіан
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:DiocletianDSC04500i_Istanbul_-_Museo_archeol._-_Diocleziano_(284-205_d.C.)_-_Foto_G._Dall'Orto_28-5-2006.jpg|thumb|right|225px|Diocletianus]]
'''Gaius Aurelius Valerius Diocletianus''' ([[22. desember]] [[244]] – [[3. desember]] [[312]]<ref>Dánarár Diocletianusar er ekki vitað með vissu en hann er talinn hafa látist um 311-316. Hornblower og Spawforth (ritstj.), ''[[Oxford Classical Dictionary]]'' (Oxford: Oxford University Press, 3. útg. 1996) og Shipley o.fl. (ritstj.), ''The Cambridge Dictionary of Classical Civilization'' (Cambridge: Cambridge University Press, 2006) segja dánarárið vera u.þ.b. 312.</ref>) var [[Rómarkeisari|keisari]] [[Rómaveldi|Rómaveldis]] á árunum [[284]] – [[305]]. Diocletianus kom á stöðugleika innan Rómaveldis og er álitinn hafa endað hina svokölluðu [[3. aldar kreppan|3. aldar kreppu]]. Það gerði hann með því að koma á ýmsum umbótum á löggjöf, skattheimtu og stjórnsýslu ríkisins. Einnig deildi hann völdum sínum með þremur öðrum keisurum þegar hann myndaði [[fjórveldisstjórnin|fjórveldisstjórnina]], en henni var ætlað var að tryggja stöðugleikann til frambúðar. Síðasta kerfisbundna ofsóknin gegn kristnum í Rómaveldi átti sér stað í valdatíð Diocletianusar, en nokkrum árum eftir afsögn hans var [[kristni]] gerð lögleg í heimsveldinu.