„Breiðafjörður“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
(Viðbót)
Ekkert breytingarágrip
Berggrunur Breiðarfjarðar tilheyrir elsta hluta berggrunns Íslands og er um 6 til 12 miljón ára gamall, hluti af tertíer berggrunninum. Hann er að mestu leyti byggður upp af misþykkum [[basalt]]hraunlögum. Á [[Hrappsey]] má finna bergtegundina [[anortosíts]] og er það eini fundarstaðurinn á Íslandi. Antortosíts er stundum nefnd tunglberg eftir annarri aðalbergtegund [[Tunglið|tunglsins]]. Stór [[skriðjökull]] lág yfir Breiðafirði á síðustu ísöld og hefur hann að mestu mótað núverandi landslag í firðinum.
 
Óvenjumikið og fjölskrúðugt lífríki er í firðinum og á eyjunum. Þar eru meðal annars mikilvægar hrygningar- og uppeldissvæði fyrir margar tegundir t.d. [[Þorskur|þorsk]], [[Rækja|rækju]], [[hörpuskel]] og [[hrognkelsi]]. Um 20 % af íslenska [[Landselur|landsselsstofninum]] og um helmingur [[Útselur|útselsstofninum]] halda sig við Breiðafjörð. Þar er einnig eitt mikilvægasta svæða landsins fyrir fuglalíf. Sjófuglar einkenna svæðið og er fjöldi einstaklinga mestur hjá [[Lundi|lunda]] en [[æðarfugl]]ar eru næstflestir. [[Fýll]], [[dílaskarfur]], [[toppskarfur]], [[Rita (fugl)|rita]], [[hvítmáfur]], [[svartbakur]], [[kría]] og [[teista]] eru einnig mjög áberandi tegundir en [[grágæs]], [[þúfutittlingur]], [[maríuerla]] og [[snjótittlingur]] eru einnig algengar tegundir. Um 70 % af íslenska [[Haförn|hafarnarstofninum]] lifir við Breiðafjörð. Toppskarfur verpir nánast eingöngu við fjörðin og um 90 % dílaskarfa verpa þar.
 
{{Stubbur|ísland|landafræði}}
2.417

breytingar