„Ólafur Stephensen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ólafur Stephensen''' (''Ólafur Stefánsson'') ([[3. maí]] [[1731]] – [[10. nóvember]] [[1812]]) var [[Stiftamtmenn á Íslandi|stiftamtmaður á Íslandi]] á árunum [[1790]] til [[1806]].
 
Ólafur var ættfaðir [[Stefánungar|Stefánunga]]. Árið [[1792]] kom út í Kaupmannahöfn bókin '''Ærefrygt. Liste over Hr. Stiftamtmand Oluf Stephensens Familie i Island. Allene de beregnede som sidde i publiqve Embeder 1791'''. Höfundur var [[Halldór Jakobsson]], fyrrum [[sýslumaður]] í [[Strandasýsla|Strandasýslu]] en þetta rit fjallaði um hve valdamiklir Stefánungar væru í íslensku samfélagi og hélt fram að ættin einokaði opinber embætti á [[Ísland]]i. Þegar bókin kom út þá var Ólafur Stefánsson stiftamtmaður og settur [[amtmaður]] í [[Suðuramt]]i og skipaður amtmaður í [[Vesturamt]]i. Í [[Norður- og austuramt]]i sat systursonur hans [[Stefán Thorarensen]]. [[Biskup]]inn á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] [[Sigurður Stefánsson ]] var hálfbróðir Ólafs og [[Hannes Finnsson]] [[Skálholt]]sbiskup var tengdasonur Ólafs. Þegar [[Skúli Magnússon]] var leystur frá embætti [[1793]] þá var í hans stað settur [[Magnús Stephensen]] sonur Ólafs.<ref>[http://www.hi.is/soguthing2002/framsogur/Einar_H.doc Einar Hreinsson, Söguþing 2002, Íslenskur aðall –ættartengsl og íslensk stjórnsýsla á 18. og 19. öld] </ref>
 
== Jarðarför Ólafs ==
Ólafur andaðist í [[Viðey]] og var jarðsunginn þar [[26. nóvember]]. Ekki voru við útför hans aðrir en börn hans og barnabörn, prestarnir Brynjólfur Sigurðsson dómkirkjuprestur í Seli og [[Árni Helgason (f. 1777)|Árni Helgason]] á [[Reynivellir í Kjós|Reynivöllum]] og líkmenn. Í [[Árbækur Reykjavíkur|Árbókum Reykjavíkur]] stendur þetta: ''Þótti mörgum það kynleg ráðstöfun, þar sem í hlut átti sá, er allra Íslendinga hafði orðið æðstur að mannvirðingum''.