„Ordbog over det norrøne prosasprog“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Ordbog over det norrøne prosasprog''' (eða '''ONP''') er fornmáls orðabók með útskýringum á dönsku og ensku. Orðabókin hefur að geym...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Orðabókin er unnin á vegum Árnanefndar í [[Kaupmannahöfn]] fyrir fjárveitingar frá danska ríkinu, og hefur undirbúningur að útgáfu hennar staðið yfir frá árinu [[1939]]. Orðabókin á að taka til óbundins máls norsks fram til [[1370]] og íslensks fram til [[1540]]; frá því ári er [[Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar]], fyrsta íslenska prentbókin sem varðveist hefur, sem jafnframt er elsta ritið sem [[Orðabók Háskóla Íslands]] reisir sína orðtöku á. Viðmiðun við árið 1370 er valin fyrir norska texta því að þá hafði norskan breyst svo mjög að líta verður á íslensku og norsku sem tvö aðskilin tungumál. Verkið tekur ekki til bundins máls enda hafði [[Finnur Jónsson]] nýlokið endurskoðun sinni á [[Lexicon Poeticum]] sem nær yfir [[skáldamál]]ið.
 
Út eru komin þrjú bindi: ''a-bam'', ''ban-da'' og ''de-em''. Alls verða bindin ellefu talsins (auk lykilbókar), og áætlað er að lokabindið komi út [[2025]].
 
Ritstjórar orðabókarinnar eru Christoper Sander og Helle Degnbol, Bent Chr. Jakobsen, Eva Rode og Þorbjörg Helgadóttir.