„Fálkafáninn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Fálkafáninn''' var fáni sem var óopinberlegt tákn Íslands í lok 19. aldar, og gerður eftir hugmyndar Sigurðar málara. Þegar lí...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Fálkafáninn''' var [[fáni]] sem var óopinberlegt tákn [[Ísland]]s í lok [[19. öld|19. aldar]], og gerður eftir hugmyndar [[Sigurður málari|Sigurðar málara]].
 
Þegar líða tók á 19. öld vildu menn taka [[Fálki|fálkann]] upp í [[skjaldarmerki Íslands]] í stað flatta þorsksins og hugsuðu menn sér þá jafnframt, að fálkinn yrði í fána Íslendinga. Þá hófust og skrif um það, að hvítt og blátt væru hinir sönnu þjóðarlitir Íslendinga. Sigurður málari Guðmundsson vakti einna fyrstur máls á því, að fálkinn væri sæmilegra tákn en þorskurinn, og fyrir atbeina hans tóku stúdentar fálkann upp í merki sitt ([[1873]]) og skólapiltar nokkru seinnna. Fálkahugmynd Sigurðar breiddist ört út, og á þjóðhátíðinni [[1874]] var merki með hvítum fálka í bláum feldi mjög víða notað við hátíðahöldin á Íslandi og jafnvel meðal Íslendinga í Vesturheimi. Var mikil hreyfing uppi um það, að hvítur fálki í bláum feldi skyldi vera þjóðtákn Íslendinga, og þá bæði skjaldarmerki og fáni, að svo miklu leyti, sem menn gerðu sér ljósan greinarmun á þessu tvennu. Fram undan aldamót voru fánar af þessari gerð víða notaðir við hátíðahöld, einkum á þjóðhátíðum.