Munur á milli breytinga „Hrekjanleiki“

m
ekkert breytingarágrip
m (Harla vit er í þessu. Hrakhyggjumenn myndi vera nýyrði yfir falsificationists og restin lauslega þýdd af ensku. Greinin heldur því allavega ekki fram að kenningar séu sannanlegar útaf afsannaleika.)
m
'''Hrekjanleiki''' eða '''afsannanleiki''' er mikilvægt [[hugtak]] innan [[vísindaheimspeki]], ýmsir eru þeirrar skoðunar að sé [[staðhæfing]] eða [[kenning]] ekki gædd þeim eiginleikum að vera afsannanleg, þá sé hún tvímælalaust [[Óvísindi|óvísindaleg]]. Til að staðhæfing teljist hrekjanleg þarf að vera möguleiki á því að athugun leiði í ljós að staðhæfingin sé ósönn. Til að mynda er setningin; „allar krákur eru svartar“ hrekjanleg því að ein athugun getur leitt í ljós að til sé hvít kráka, sem gerir þá staðhæfinguna ósanna.
 
''Hrakhyggjumenn'' fullyrða að hver kenning sem ekki er hrekjanleg sé algjörlega óvísindaleg. Sálkönnunarkenninginn, til að mynda, er haldið á lofti af stuðningsmönnum Poppers sem dæmi um hugmyndafræði frekar en vísindi. Sálfræðingur gæti talið sjúklingin sinn vera í afneitun varðandi kynhneigð sína og talið afneitunina vera sönnun þess að hann sé samkynhneigður; stundi hann kynlíf með konum er það einfaldlega talinn máttarstólpi afneitunarinnar. M.ö.o., það er engin leið fyrir sjúklingin að sýna sálfræðingnum, á sannfærandi hátt, að hann sé ekki samkynhneigður. Þetta er það sem að [[Karl Popper|Popper]] kallaði [[Lokaður hringur|lokaðan hring]]. Slík staðhæfing, að sjúklingurinn sé samkynhneigður, er ekki hrekjanleg.
 
<!-- *hélt eitthvað áfram en lét það svo eiga sig*