„Brandur Sæmundsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Brandur Sæmundsson''' var [[biskup]] á [[Hólar_í_Hjaltadal|Hólum]] frá [[1163]] til dauðadags, [[1201]], eða í 38 ár.
 
Foreldrar Brands voru Sæmundur Grímsson og kona hans Ingveldur Þorgeirsdóttir. Sæmundur Grímsson faðir Brands, og [[Sæmundur fróði Sigfússon]] í [[Oddi|Odda]], voru bræðrasynir, og var Brandur því af ætt [[Oddaverjar|Oddaverja]].
Lína 5:
Brandur var líklega fæddur um 1120. Fátt er vitað um uppvöxt hans.
 
Brandur var kjörinn Hólabiskup 1162 og var vígður 1163 í [[Niðarós]]i af [[Eysteinn Erlendsson|Eysteini Erlendssyni]] erkibiskupi[[erkibiskup]]i. Hann var Hólabiskup í 38 ár og þótti skörungur í embætti. Upp úr 1170 fór erkibiskup að hlutast til um málefni kirkju og þjóðar hérlendis, og sendi margar skipanir til Íslands, og um 1190 bætast einnig við tilskipanir páfa. Brandur Sæmundsson var fulltrúi [[goðakirkja|goðakirkjunnar]], og mun hafa reynt að sigla á milli skers og báru til að lenda ekki í deilum við frændur sína, Oddaverja.
 
Um 1195 var [[Guðmundur góði Arason]] kominn í tölu helstu klerka norðanlands og hafði Brandur biskup mikið traust á honum, valdi hann t.d. skriftaföður sinn. Árið 1198 kom Guðmundur því til leiðar að Brandur vakti máls á helgi [[Þorlákur helgi Þórhallsson|Þorláks Þórhallssonar]] og sendi [[Alþingi]] vitnisburði um [[jarteikn]]ir hans. Varð það til þess að koma hreyfingu á málið, en [[Páll Jónsson]] Skálholtsbiskup hafði tregðast við.