„Búrfellsvirkjun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
Árið [[1914]] stofnaði [[Einar Benediktsson]] [[Fossafélagið Títan]] í því augnamiði að rannsaka möguleika virkjunar á Íslandi. Þær rannsóknir framkvæmdi norskur vélfræðingur, Gotfred Sætersmoen að nafni, á árunum 1915-17. Gotfred skilaði af sér áætlunum að virkjunum í Þjórsá, m.a. við Búrfell. Ljóst var að til þyrfti stóriðju, einhvers konar orkufreka verksmiðjuframleiðslu, til þess að virkjunin yrði arðbær. Til greina kom að byggja áburðarverksmiðju en ekkert varð úr þeim áætlunum og söfnuðu þær ryki næstu áratugina.
 
Áhugi íslenskra viðskiptamanna á virkjunum íslenskra fallvatna var töluverður á fyrri hluta 1920. aldar en aðstæður voru óhagstæðar. Um þetta leyti var ekki mikil almenn eftirspurn eftir rafmagni. [[Fyrri heimsstyrjöldin]] og [[kreppan mikla]] urðu til þess að hægja á hjólum efnahagslífssins. Fyrsta virkjun fallvatns á Íslandi varð ekki að raunveruleika fyrr en nokkrum árum síðar þegar [[Elliðaá]]rnar í [[Reykjavík]] voru virkjaðar [[1921]].
 
==Stóriðja==