„Grímur Jónsson Thorkelín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 7:
 
==Englandsförin 1786–1791==
Árið [[1786]] hlaut Grímur styrk til að ferðast til [[England]]s, [[Írland]]s og [[Skotland]]s, til þess m.a. að leita heimilda um samskipti Dana og Englendinga á fyrri öldum. Meðal þess sem hann rannsakaði þar var hið fornenska handrit [[Bjólfskviða (kvæði)|Bjólfskviðu]], sem varðveitt er í [[British Library]], áður [[British Museum]]. Hann skrifaði handritið upp og réði mann til að gera aðra uppskrift. Hann hafði uppskriftirnar með sér til Danmerkur og eru þær nú í [[Konungsbókhlaða | Konungsbókhlöðu]] í Kaupmannahöfn (NKS 512 og 513 4to).
 
Handrit ''Bjólfskviðu'' hafði lent í eldsvoða 1731, og sviðnuðu þá spássíurnar og skemmdust. Jaðrar blaðanna molnuðu síðan af á 19. og 20. öld, alveg inn í texta. Uppskriftir Gríms Thorkelíns eru mikilvæg heimild um texta kviðunnar, því að með þeim má fylla í flestar eyður í handritinu, bæði stafi og orð, sem væru glötuð ef uppskriftanna nyti ekki við. Uppskriftir Thorkelíns hafa verið gefnar út ljósprentaðar (Kemp Malone (útg.): ''The Thorkelin Transcripts of Beowulf'', Copenhagen 1951. ''Early English Manuscripts in Facsimile'', I).
 
Grímur dvaldist á Englandi, Skotlandi og Írlandi frá [[1786]] til [[1791]], nýtti þar tímann vel og kynntist fjölda áhrifamanna. Varð hann mikils metinn og var boðið að verða einn af forstöðumönnum Britsh Museum, en hann hafnaði því. Hann varð doktor í lögfræði við háskólann í St. Andrews í Skotlandi 1788.
 
==Útgáfa Bjólfskviðu, trúnaðarstörf o.fl.==