„AFL Starfsgreinafélag“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Salb (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''AFL Starfsgreinafélag''' ('''AFL''') er stærsta [[stéttarfélag]] á [[Austurland]]i. Félagið varð til [[2728. apríl]] [[2007]] með sameiningu AFLs Starfsgreinafélags Austurlands, Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar og Vökuls Stéttarfélags.
 
AFL Starfsgreinafélag er þriðja fjölmennasta verkalýðsfélag landsins í dag – á eftir Eflingu og VR. Stærð félagsins skýrist af víðtækum sameiningum verkalýðsfélaga á Austurlandi síðustu ár og miklum uppgangi í atvinnulífi í fjórðungnum.
 
 
== Saga AFLS ==
 
AFL Starfsgreinafélag var stofnað 28. apríl 2007, með sameiningu þriggja félaga, AFLs Starfsgreinafélags Austurlands, Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar og Vökuls Stéttarfélags.
 
Félagssvæðið er víðfeðmt, en það nær frá Langanesbyggð í norðri til Skeiðarársands í suðri. Ríflega 9000 félagsmenn eru í félaginu í 4 deildum, verkamannadeild, sjómannadeild, iðnaðarmannadeild og deild verslunar-og skrifstofufólks.
 
Félagið á aðild að Starfsgreinasambandinu, Sjómannasambandinu, Samiðn og Landssambandi íslenskra verslunarmanna, auk aðildar að Alþýðusambandi Íslands. Félagið tekur virkan þátt í starfi sambandanna og ýmissa annarra félaga og sjóða. Félagið á til dæmis stjórnarmenn í framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandins, Sjómannasambandsins og Samiðnar, í stjórn Landsmenntar, Lífeyrissjóðsins Stapa, Sameinaða lífeyrissjóðsins, Þekkingarnets Austurlands og Vaxtarsamnings Austurlands. Félagið hafði auk þess forgöngu um stofnun Starfsendurhæfingar Austurlands, sem er að hefja starfsemi.
 
Þá hefur félagið tekið þátt í alþjóðlegu starfi, m.a. verið þátttakandi í Leonardo verkefni með IF Metall í Svíþjóð og átt þátt í stofnun ALCOA Workers Global Network, sem er óformlegur hópur verkalýðsfélaga sem í er launafólk, starfandi í ALCOA verksmiðjum.
 
Félagið heldur úti öflugri þjónustu fyrir félagsmenn. Í því sambandi má m.a. nefna að haldið er úti skrifstofum á öllum þéttbýlisstöðum á Austurlandi. Leitast er við að tryggja félagsmönnum sem bestan og greiðastan aðgang að upplýsingum og þjónustu á heimasíðunni.
 
== Heimild ==