„Elliðaárlögin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Elliðaárlögin''' eru [[jarðlagsetlag|jarðlögsetlög]] sem innihalda [[jökulurð]], [[sjávarset]] og [[landset]] og liggja ofan á leifum [[Viðeyjareldstöð]]var og undir [[Grágrýtið í Reykjavík|grágrýtinu í Reykjavík]]. Þau eru talin 200 - 400 þúsund ára gömul. Neðantil eru Elliðalögin [[sjávarset]] úr [[leirsteinn|leirsteini]] með [[fornskel|fornskeljum]]. Ofan á sjávarsetinu eru ýmis konar strandmyndanir og [[jökulberg]]. Efst er [[þurrlendisset]] og í því er sums staðar samanpressaður [[mór]] sem er orðinn eins konar [[surtarbrandur]].
 
Elliðaárlögin ná frá [[Brimnes]]i yfir á [[Álftanes]]. Þau eru misþykk
<ref>[http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/JardgongRvk/$file/Jar%C3%B0g%C3%B6ng_Rvk.pdf Árni Hjartarsson, Jarðgöng á Höfuðborgarsvæði, 2005]</ref>
 
Þau eru misþykk og þau eru þykkust þar sem þau hafa hlaðist upp undir sjávarmáli. Við Háubakka í Breiðholti sjást þessi lög vel. Neðsta lagið er jökulborið set, fyrir ofan það er sjávarset. Þar hafa fundist skeljar eins og halloka, kúfskel, króksel og gjáhnytla en sam konar skeljar lifa þar við ströndina í dag. Þetta sjávarset er um 300 þúsund ár frá Cromer hlýskeiði. Ofan á það er að finna annað lag af jökulbornu seti sem talið er um 250 þúsund ára gamalt. Efst er svo samanþjappaður mór eða surtarbrandur á milli tveggja grágrýtislaga. Þessi surtarbrandur er talinn vera um 200 ára gamall og frá Elster hlýskeiði. Í honum eru leifar ýmissa plantna sem uxu á því skeiði.<ref>[http://notendur.hi.is/~oi/Nemendaritgerdir/2007%20-%20Jardfraedi%20Reykjavikursvaedisins.pdf Freyr Pálsson, Jarðfræði Reykjavíkursvæðisins, 2005 (nemendaritgerð HÍ)]</ref>
 
== Tilvísanir ==