„Skeiðarárbrú“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m skeiðarárbrú
 
m bætti við aukaupplýsingum
Lína 1:
'''Skeiðarárbrú''' er einbreið stál[[bitabrú]] á steyptum stöplum sem spannar [[Skeiðará]] á [[Skeiðarársandur|Skeiðarársandi]]. Framkvæmdir hófust í september 1972 og brúin var vígð [[14. júlí]] [[1974]]. Með henni var lokið gerð [[Hringvegurinn|hringvegar]] um [[Ísland]] sem markvisst hafði verið stefnt að frá 1967. Brúin þótti [[verkfræði]]legt afrek á sínum tíma enda reist á djúpum [[sandur|sandi]] yfir síbreytilegan árfarveg sem reglulega verður fyrir [[jökulhlaup]]um. Brúin er þar að auki lengsta brú Íslands, 880 metra löng, þó upphaflega hafi hún verið 904 m, en brúin styttist þegar skemmdir hlutar hennar voru endurbyggðir eftir hlaupið 1996. Á brúnni eru 5 útskot til mætinga. Hún sannaði gildi sitt í jökulhlaupinu sem varð í kjölfar eldgoss í [[Grímsvötn]]um [[1996]] þótt hluti hennar skemmdist; austasti hlutinn fór alveg og landfestingin vestanmegin hrundi einnig. Brúin yfir [[Gígjukvísl]], vestar á sandinum, eyðilagðist þá algjörlega.
 
{{stubbur}}