„Björn Halldórsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
upplýsingin
Ekkert breytingarágrip
Lína 45:
Björn samdi einnig ritið [[Arnbjörg (ritverk)|Arnbjörgu]] sem er hliðstætt Atla. Það kom fyrst út 1783 og í því er konum kennt hvernig styðja skuli manninnn sinn við bústörfin, hvernig eigi að ala upp börnin og ýmislegt fleira sem lýtur að innanbæjarbúsýslu. Til viðbótar skrifaði hann ýmis rit á sviði grasafræði svo sem bókina [[Grasnytjar (ritverk)|Grasnytjar]] auk þess sem hann aðstoðaði [[Eggert Ólafsson]] með við gerð [[Matjurtabókin|Matjurtabókarinnar]].
 
Eftir Björn liggur að auki eitt stórt rit sem er ekki á sviði búskap og garðyrkju. Það er bókin [[Lexicon Islandico-Latino-Danicum]] sem er íslensk orðabók með latneskum þýðingum. Björn vann að ritinu í samfleytt 15 ár og árið 1786 sendi hann það til Kaupmannahafnar til prentunar. Það var þó ekki fyrr en 1814 sem ritið kom fyrst út en þá höfðu fleiri merkir menn endurbætt og aukið ritið.
 
Afkastamikið ljóðskáld var Björn ekki en nokkur kvæði orti hann þó. Kvæðið ''Ævitíminn eyðist'' er merkast þeirra. Þar upplýsir Björn þá skoðun sína að jarðlífið sé einungis tímabundin gisting. Á meðan á gistingunni stendur eigi menn strita og leggja hart að sér svo afkomendurnir og næstu gestir jarðarinnar geti notið erfiðis forfeðranna.