Munur á milli breytinga „Thor Jensen“

503 bætum bætt við ,  fyrir 12 árum
ekkert breytingarágrip
m
'''Thor Philip Axel Jensen''' (f. [[3. desember]] [[1863]] í [[Danmörk]]u, [[12. september]] [[1947]]) var [[Danmörk|danskur]] athafnamaður sem fluttist ungur til [[Ísland]]s og varð þjóðþekktur fyrir umsvif sín á fyrri hluta [[20. öld|20. aldar]]. Útgerðarfélag hans [[Kveldúlfur hf.]] var það stærsta á Íslandi á á millistríðsárunum. Synir hans urðu þjóðþekktir sömuleiðis, [[Ólafur Thors]] var [[forsætisráðherra Íslands]] og [[Thor Thors]] var fyrsti sendiherra Íslands hjá [[Sameinuðu Þjóðirnar|Sameinuðu Þjóðunum]]. Thor er langafi íslenska athafnamaðnnsins [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfs Thors Björgólfssonar]].
 
==Ævi==
Faðir Thors, Ole Jensen, var byggingameistari. Thor átti 11 systkyni og fjórar hálf-systur. Thor gekk vel í námi sínu en þegar hann náði átta ára aldri féll faðir hans frá. Tveimur árum seinna var hann sendur í heimavistarskóla í [[Kaupmannahöfn]] sem tók við börnum sem misst höfðu annað eða bæði foreldrið og kenndi þeim endurgjaldslaust. Að náminu loknu, þegar Thor var kominn á [[ferming]]araldur, var hann sendur til [[Borðeyri|Borðeyrar]] fyrir tilstilli skólastjórans sem þekkti til íslensks kaupmanns sem starfaði þar.
 
Thor aðlagaðist fljótt að Íslandi, las [[Íslendingasögurnar]] og lærði [[íslenska|íslensku]]. Á Borðeyri lærði Thor [[bókhald]] og var af flestum talinn greindur maður. Þangað fluttist ekkja ásamt tveimur börnum, strák og stelpu. Stúlkan hét ''Margrét Þorbjörg'' Kristjánsdóttir og með þeim Thor tókust ástir sem entust í yfir 60 ár. Þau eignuðust saman 12 börn: Camillu 20. apríl 1887, Richard 29. apríl 1888, Kjartan 26. apríl 1890, [[Ólafur Thors|Ólaf]] 19. janúar 1892, Haukur 21. mars 1896, Kristín 16. febrúar 1899, Kristjana 23. júlí 1900, Margrét Þorbjörg 22. apríl 1901, [[Thor Thors|Thor]] 26. nóvember 1903, Lorentz 4. júlí 1904, Louise Andrea 24. ágúst 1906 og Louis Hilmar 7. júlí 1908.
 
Thor og Margrét fluttust til [[Akranes]]s þar sem Thor stofnaði verslun. Fyrst um sinn gekk reksturinn vel en í kringum aldamótin [[1900]] varð Thor gjaldþrota eftir að skip með vörum hans fórust á leið sinni. Thor fluttist þá ásamt fjölskyldu sinni til [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]] þar sem þau bjuggu uns Thor kom aftur undir sér fótunum og stofnaði verslun. Rekstur verslunarinnar gekk vel og Thor varð á stuttum tíma einn ríkasti maður á Íslandi. Þá byggði hann sér veglegt hús að [[Fríkirkjuvegur 11|Fríkirkjuvegi 11]] við [[Tjörnin]]a. Thor kom að stofnun [[Miljónafélagið|Miljónafélagsins]] árið [[1907]] og sá um kaup á og tók þátt í hönnun [[Jón forseti (togari)|Jóni forseta]], fyrsta togara Íslendinga. Hann var einn af forystumönnum um stofnun [[Eimskipafélag Íslands|Eimskipafélags Íslands]] en var ekki kosinn í stjórn sökum uppruna síns og var hann því fráhverfur Eimskipafélaginu síðan.
==Tilvísanir==
<div class="references-small">{{reflist}}</div>
 
==Heimildir==
* {{bókaheimild|höfundur=Guðmundur Magnússon|titill=Thorsararnir: auður - völd - örlög|útgefandi=Almenna bókafélagið|ár=2006|ISBN=ISBN 9979219912}}
 
==Tenglar==
11.619

breytingar