„Víkurkirkja (Reykjavík)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Víkurkirkja''' var [[kirkja]] í [[Reykjavík]], líklega frá upphafi [[kristnitakan|kristni]] á [[Ísland]]i þar til [[Dómkirkjan í Reykjavík]] var vígð [[1796]]. Elstu heimildir sem nefna kirkjuna eru kirknatal [[Páll Jónsson|Páls Jónssonar]] frá um [[1200]] og elsti [[máldagi]] hennar er frá [[1379]]. Kirkjan var [[torfkirkja]] sem stóð í [[Kvosin]]ni á horni [[Aðalstræti]]s og [[Kirkjustræti]]s í miðjum [[kirkjugarður|kirkjugarðinum]] gegnt [[Víkurbærinn|Víkurbænum]].
 
Víkurkirkja var öldum saman [[sóknarkirkja]] Reykvíkinga. Árið [[1785]] var ákveðið að reisa nýja [[dómkirkja|dómkirkju]] í Reykjavík eftir að [[SuðurlandsskjálftinnSuðurlandsskjálfti]] [[1784|suðurlandsskjálfti]] hafði valdið skemmdum á [[Skálholtskirkja|Skálholtskirkju]]. Upphaflega stóð til að byggja nýju kirkjuna utanum þá gömlu, en þegar farið var að grafa í garðinn komu í ljós grafir fólks sem hafði látist úr [[bólusótt]]. [[Jón Sveinsson (landlæknir)|Jón Sveinsson]] [[landlæknir]] lagðist þá mjög gegn því að garðinum yrði frekar raskað og dómkirkjunni var fundinn staður austar og nær [[Tjörnin]]ni. Nýja kirkjan var vígð [[1796]] en gamli kirkjugarðurinn var notaður áfram þar til [[Suðurgötukirkjugarður]] var tekinn í notkun [[1839]].
 
Árið [[1883]] var fékk [[Georg Schierbeck]] landlæknir kirkjugarðinum breytt í [[skrúðgarður|skrúðgarð]] og hóf þar [[tré|trjárækt]] fyrstur manna í Reykjavík. Garðurinn hefur nokkrum sinnum verið endurskipulagður og hann er nú nær allur hellulagður. Þar stendur stytta af [[Skúli Magnússon|Skúla Magnússyni]] eftir [[Guðmundur frá Miðdal|Guðmund frá Miðdal]] sem [[Verslunarmannafélag Reykjavíkur]] gaf borginni [[1954]].