„Tjörnin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 11:
[[Mynd:Reykjavikurtjorn holminn.jpg|thumb|Hólmi í Tjörninni hinum megin við Skothúsveg]]
Tjörnin er dæmi um [[sjávarlón]] þar sem [[sandur]] og [[möl]] hefur myndað [[malarrif]] sem lokar smám saman af lónið. Gamli miðbærinn í Reykjavík stendur á rifinu. Rifið var ekki fullmyndað fyrr en fyrir um það bil 1200 árum og þá hófst lífræn setmyndun í Tjörninni en undir þeim setlögum eru sand- og malarlög. Þegar lífræn efni tóku að safnast saman á botni Tjarnarinnar gætti lítilla seltuáhrifa og [[grunnvatn]] hefur streymt þangað frá [[Vatnsmýrin|Vatnsmýrinni]] og holtunum í kring. Tjarnarbakkarnir voru grónir [[gulstör]] (carex lyngbyei) og öðrum tegundum af [[hálfgrasaætt]] en svo komu tímabil þegar [[salt|seltan]] verður meiri þá hörfuðu [[háplöntur]].
Um 1900 mun engum fugli hafa verið vært á Tjörninni, allir fuglar voru drepnir. Andaveiðar voru eitthvað stundaðar á Tjörninni allt fram á annan áratug síðustu aldar. Með [[lögreglusamþykkt]] frá [[19. apríl]] [[1919]] var bannað að skjóta í borgarlandinu. Um sama leyti var sett siglingabann en áður höfðu margir átt báta og vegna umferðar þreifst ekkert [[kríuvarp]] í Tjarnarhólmanum fyrir 1919. Með skotveiðibanninu og siglingabanninu fjölgaði mikið [[stokkönd]]um og [[kría|kríum]].
<ref>Tjörnin, Saga og lífríki, Reykjavíkurborg 1992 Ólafur Karl Nielsen (ritstj.)</ref>
 
 
== Sögusögn ==