„Jakobsvegurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Haukurth (spjall | framlög)
m Lagaði lekan syntax
Masae (spjall | framlög)
km
Lína 20:
 
[[Mynd:Ruta del Camino de Santiago Frances.svg|thumb|300 px|Hin svo kallaða franska leið]]
Pílagrímar á Jakobsvegi ganga í vikur eða mánuði á leið sinni til Santiago de Compostela. Þeir geta fylgt fjölmörgum leiðum, enda eru allar leiðir til Santiago pílagrímaleiðir, en sú vinsælast er hin svo kallaða ''franska leið'' eða ''Camino Francés'' og hefja flestir ferðina í einhverri af spænsku borgunum á leiðinni. Spánverjar telja eðlilegt að hefja gönguna við [[Pýreneafjöll|Pýreneafjöllin]]. Algengt er að byrja gönguna í [[Saint-Jean-Pied-de-Port]] eða [[Somport]] Frakklandsmegin við Pýreneafjöllin og [[Roncesvalles]] eða [[Jaca]] Spánarmegin. En fjölmargir velja að hefja gönguna í einni af fjórum hefðbundnum upphafsstöðum Jakobsvegarins í Frakklandi: [[Le Puy]], [[Vézelay]], [[Arles]] eða [[Tours]]. Frá pílagrímaborgunum í Pýreneafjöllunum er um 740 til 760 km leið til Santiago. Ef ferðin er hafin í Le Puy er vegalengdin um 1700 km og um það bil sama ef farið er frá Vézelay. Frá Arles er leiðin um 1500 km og frá Tours um 1300 km.
 
Þó svo að engin syndaaflausn fáist sjálfkrafa lengur að pílagrímsferð lokinni þá hafur dómkirkjan í Santiago de Compostela sett upp reglur fyrir að reiknast sem pílagrímur og fá viðurkenningaskjöl sem sanna það. Í fyrsta lagi þarf að bera með sér pílagrímavegabréf, sem má fá í heimasókn eða í kirkjum á upphafsstöðum, og safna stimplum á öllum viðkomustöðum. Í öðru lagi þarf viðkomandi að hafa gengið eða riðið á hesti eða asna minnst 100 km til Santiago eða farið minnst 200 km á hjóli. Í þriðja lagi þarf viðkomandi að lýsa yfir að förin hafi verið farin í trúarlegum eða andlegu tilgangi. Ef þessar kröfur eru uppfylltar getur pílagrímurinn fengið ''Compostela skýrteini'' á [[Latína|latínu]].<ref>[http://www.csj.org.uk/present.htm Upplýsingar um pílagrímaleiðina]</ref>