„Bogmaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Bogmenn''' eru sú tegund hermanna sem er vopnuð [[Bogi (vopn)|bogum]] eða [[lásbogi|lásbogum]]. Eftir að skotvopn með púðri urðu algeng hefur notkun bogmanna í hernaði horfið og verður því talað um þá hér í þátíð. Bogmenn voru vanalega fótgangandi og stillt upp í öruggri fjarlægt frá andstæðingunum, þaðan sem þeir gátu látið örvum rigna yfir þá áður en [[fótgöngulið]] lagði til atlögu. [[Mongólía|Mongólar]], Tyrkir og nokkrar aðrar austrænar þjóðir notuðu aftur á móti bogliða á hestbaki, og á allt annan hátt en aðrir.
 
Þegar [[herklæði]] urði sterkari og betri, minnkuðu áhrifin af bogliðum, þar sem venjulegur bogi er sjaldan nógu sterkur til að drífa í gegn um góða brynju og lásbogar eru of tímafrekir í notkun til að geta komið í staðinn, þótt þeir séu miklu sterkari. Þetta breyttist með [[langbogi|langboganum]], sem Englendingar notuðu í [[Orrustan við Agincourt|Orrustunni við Agincourt]] með góðum árangri.